Fimmstjörnuhreyfingin
Ítalskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fimmstjörnuhreyfingin (Ítalska: Movimento 5 Stelle; [moviˈmento ˈtʃiŋkwe ˈstelle], eða M5S) er ítalskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2009 af vinsælum grínista og vefrýni. Hugmyndafræðilegan grunn flokksins má rekja til vistfræði, lýðhyggju og andkerfisstefnu sem stuðlar að beinni þátttöku borgaranna í stjórnun opinberra mála með stafrænu lýðræði. Flokkurinn er stærsti flokkurinn á ítalska þinginu og hefur átt sæti í ríkistjórn landsins.
Remove ads
Saga og forysta
Flokkurinn var stofnaður þann 4. október árið 2009 af Beppe Grillo, vinsælum grínista og bloggara, og vefrýninum Gianroberto Casaleggio.[1] Eftir dauða Casaleggios í apríl árið 2016 útnefndi Grillo framkvæmdastjórn fimm þingmanna (Alessandro Di Battista, Luigi Di Maio, Roberto Fico, Carla Ruocco og Carlo Sibilia)[2] sem stjórnaði flokknum fram í október, en þá leysti Grillo það upp og lýsti sjálfan sig „pólitískan leiðtoga“ Fimmstjörnuhreyfingarinnar.[3] Formlega er hann einnig forseti sambands sem gengur undir nafninu Fimmstjörnuhreyfingin. Grillo sjálfur hefur kallað sjálfan sig „popúlista“ á ögrandi hátt.[4] Frændi hans, Enrico Grillo, er varaforseti og endurskoðandi hans, Enrico Maria Nadasi, er aðalritari. Davide Casaleggio, sonur Gianrobertos, hefur einnig gegnt sífellt mikilvægara en óformlegu hlutverki.[5][6][7]
Remove ads
Stefna


Hugmyndafræðilegan grunn flokksins má rekja til vistfræði, lýðhyggju og andkerfisstefnu. Flokknum hefur verið lýst sem andkerfissinnuðum[8][9] lýðhyggjuflokki[10][8] hlynntum óhefbundinni alþjóðahyggju[11] með sterka gagnrýni á Evrópusambandið og þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkja.[12] Áhersla er á náttúruvernd[13] í stefnu flokksins.[14]
Hugmyndafræðilega og skipulagslega hefur flokknum verið líkt við Norður-Evrópska pírataflokka, bandarísku Occupy-mótmælahreyfinguna og hina spænsku Indignados hreyfingu.[15]
Flokkurinn hefur verið hluta af bylgju almennrar óánægju með hefðbundnar samfélagsstofnanir sem riðið hefur yfir Vesturlönd á síðasta áratug. Stofnandinn Beppe Grillo, fagnaði mjög sigri Donalds Trump í forsetakosningunum Bandaríkjanna sem sigri yfir „frímúrurunum, stóru bönkunum og Kínverjunum“[16]
Flokknum hefur verið lýst sem hægriflokki og hluta af „nýja hægrinu“[17] vegna andstöðu við innflytjendur. Hann styður þó ýmis málefni sem jafnan eru bendluð við vinstripólitík á Ítalíu, til dæmis áherslur á borgaralaun og umhverfisvernd.[18]
Flokksmenn leggja áherslu á að Fimmstjörnuhreyfingin sé ekki stjórnmálaflokkur heldur fremur „hreyfing“ og ætti hvorki að flokkast sem vinstri- eða hægriflokkur. „Fimm stjörnurnar“ sem flokkurinn kennir sig við vísa til fimm meginmálefna hans: Uppbyggingu opinberra vatnsveitna, sjálfbærra samgangna, sjálfbærrar þróunar, réttarins að Netaðgengi og umhverfisverndar.
Í pólitískri orðræðu flokksmanna er oft vísað til Netsins sem lausnar á mörgum félagslegum, efnahagslegum og umhverfisvandamálum.[19] Flokkurinn segist vilja stuðla að beinni þátttöku borgaranna í stjórnun opinberra mála með stafrænu beinu lýðræði.[20][14] Hreyfingin vill vera „lýðræðisleg fundur utan flokks- og félagatengsla og án milligöngu tilskipunar- eða fulltrúasamtaka, sem viðurkenna fyrir alla Net-notendur hlutverk stjórnvalda og stefnu sem venjulega er kennd við hina fáu“.[21]
Frá efnahagslegu sjónarhorni hafa forvígismenn hreyfingarinnar talað gegn áherslum á hagvöxt, stutt sköpun „grænna starfa“ og hafnað mengandi og kostnaðarsamra „stórverkefna“, þar með talið byggingu stórtækrar sorpbrennslu og lagningu háhraðalesta, sem miðar að betri gæðum líf og aukið félagslegt réttlæti.[22]
Framanaf hvatti flokkurinn til afnáms opinberra styrkja til stjórnmálaflokka,[23] niðurskurð í framleiðslu og neyslu[24] og friðarhyggju.[25] Flokkurinn hefur gagnrýnt hernaðarinngrip vesturveldanna í Miðausturlöndum, þar á meðal í Afganistan og Írak,[26] Líbíu og í sýrlensku borgarastyrjöldina.[27]
Remove ads
Árangur í kosningum
Í ítölsku þingkosningunum árið 2013 hlaut Fimmstjörnuhreyfingin flest atkvæði af öllum flokkum á fulltrúadeild þingsins.[28] Þingmenn þeirra urðu þó aðeins 109 af 630 þar sem hreyfingin hafði neitað að ganga í kosningabandalag. Ef flokkurinn hefði tekið þátt í kosningabandalagi hefði hann verið í þriðja sæti í kosningunum.[29]
Árið 2016 voru tveir meðlimir hreyfingarinnar, Virginia Raggi[30] og Chiara Appendino, kjörnir borgarstjórar Rómar og Tórínó. 21-22. september 2017 var Luigi Di Maio, varaforseti fulltrúaþingsins, kjörinn „pólitískur leiðtogi“ hreyfingarinnar með 82% atkvæða. Hann tók við embættinu af Grillo en ekki sem „trúnaðarmaður“ flokksins.[31][32]
Í janúar árið 2018 skildi Grillo bloggsíðu sína frá opinberri síðu hreyfingarinnar. Bloggsíða hans hafði áður verið notuð sem veftímarit Fimmstjörnuhreyfingarinnar og áróðurstæki þeirra.[33] Í ágúst 2021 var Giuseppe Conte formlega kjörinn forseti Fimmstjörnuhreyfingarinnar.[34]
Í ítölsku þingkosningunum árið 2018 varð Fimmstjörnuhreyfingin stærsti flokkurinn á ítalska þinginu og myndaði ríkisstjórn ásamt Norðurbandalaginu.[35] Árið 2019 rifti Matteo Salvini, formaður bandalagsins, samstarfinu við Fimmstjörnuhreyfinguna. Í kjölfarið kusu meðlimir hreyfingarinnar að mynda nýja ríkisstjórn í samstarfi við ítalska Lýðræðisflokkinn.[36] Frá febrúar 2021 hefur Fimmstjörnuhreyfingin setið í þjóðstjórn ásamt Lýðræðisflokknum, Norðurbandalaginu og fleiri flokkum undir forsæti Mario Draghi.[37]
Alþjóðasamstarf
Fimmstjörnuhreyfingin hefur verið mjög gagnrýni á Evrópusambandið og þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkja. Þingmenn hreyfingarinnar á Evrópuþinginu hafa verið meðlimir í þingmannahópi Flokki frelsis og beins lýðræðis (EFDD) sem er mjög andsnúið Evrópusamvinnu. Þar hafa þeir starfað með breska Sjálfstæðisflokknum (UKIP) og ýmsum harðlínu hægriflokkum. Árið 2017 kusu meðlimir Fimmstjörnuhreyfingarinnar að ganga til liðs við Bandalag frjálslyndra og demókrata á Evrópuþinginu (ALDE) en flokknum var neitað um aðild[38] og því er Fimmstjörnuhreyfingin enn hluti af EFDD-flokknum.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads