Fiskvinnsluvél

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Fiskvinnsluvél eru rafknúið verkfæri sem notað er til að vinna fisk, verja hann skemmdum og hluta hann niður í sjávarafurðir sem auðveldara er að flytja, geyma og selja á markaði. Fiskvinnsluvélar geta verið staðsettar í frystihúsum eða annars konar fiskiðjuverum í landi eða þær geta verið um borð í vinnsluskipum eða verksmiðjuskipum. Margar ólíkar fiskvinnsluvélar mynda oft vinnslulínu í fiskvinnslu þar sem starfsfólk stýrir vélum og færibönd og lyftarar flytja fisk á mismunandi vinnslustigum á milli ýmissa fiskvinnsluvéla.

Nokkrar gerðir fiskvinnsluvéla:

  • flokkunarvél
  • flökunarvél
  • roðflettivél
  • söltunarvél
  • sneiðingarvél
  • plötufrystir
  • uppþýðingarvél
  • þvottatromla
  • fleytitankur
  • hrognaskiljari
  • þurrtromla
  • rækjudæla
  • fiskidæla
  • pillunarvél
  • saltlausnarvél
  • íshúðunarvél
  • þurrkklefi
  • reykskápur
  • skreiðarpressa
  • lausfrystir
  • gellu-, kinna- og klumbuvélar
  • hryggjavinnsluvél


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads