Flatormar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Flatormar
Remove ads

Flatormar (fræðiheiti: Platyhelminthes - komið af gríska orðinu πλατύ ("flatt") og ἕλμινς ("ormur")) er fylking tilölulega einfaldra tvíhliða dýra með mjúkan- og óliðskiptan líkama. Flatormar hafa ekki líkamshol (coelom), blóðrásarkerfi eða öndunarfæri heldur hafa þeir mjóan og/eða flatan líkama sem gerir þeim kleift að stunda efnaskipti í gegnum húðina. Flestir flatormar hafa aðeins eitt op á meltingarveginum. Tæplega 30.000 tegundir flatorma eru þekktar í heimunum.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, flokkar ...

Flestir flatormar eru frílifandi eða sníkjudýr sem lifa í sjó, ferskvatni, á landi og á- eða í líkömum annarra dýra. Áður fyrr voru flatormar flokkaðir í flokka eftir útliti og lifnaðarháttum þar sem frílifandi flatormar voru í flokki Turbellaria, einsníkjur í Monogenea, ögður í Digenea og bandormar í Cestoda. Nú skiptast flatormar í tvo flokka, hinn tegundafámenna Catenulida og Rhabditophora sem inniheldur nánast allar þekktar flatormategundir.

Thumb
Fullorðinn ígulbandormur (Echinococcus granulosus)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads