Flotholt
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Flotholt eða flotker eru stór og hörð, hol ílát sem fyllt eru með lofti eða frauði. Flotholt eru nýtt til að halda einhverju á floti, t.d. flugvélum, prömmum, flotbryggjum, flotbrúm og fleiru. Flotholt eru smíðuð úr tré, áli, stáli, glertrefjum, steypu eða gúmmíi. Þau geta verið með eitt eða fleiri aðskilin lofthólf. Flotholt eru einnig notuð í brynningartæki þar sem þau skammta vatni með því að ýmist opna eða loka fyrir vatnsrennsli.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Flotholt.

Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads