Formúla 2

From Wikipedia, the free encyclopedia

Formúla 2
Remove ads

Formúla 2 er mótaröð í næst hæsta flokki í eins-sæta akstursíþróttum á vegum Fédération Internationale de l'Automobile (FIA). FIA Formúlu 2 mótaröðin (FIA Formula 2 Championship) var stofnuð árið 2017 og tók við af GP2 mótaröðinni. Það er ekki nauðsynlegt en flestir Formúlu 1 ökumenn hafa keppt í Formúlu 2 eða GP2 áður en þeir komust í Formúlu 1.

Thumb
Merki Formúlu 2

Mótaröðin er hönnuð til þess að undirbúa ökumenn til mögulegrar þátttöku í Formúlu 1 og gerir það á þann veg að það sé sem hagkvæmast fyrir liðin. Öll liðin þurfa að nota sömu grind, vél og dekkja framleiðanda. Þau eru hönnuð til að líkja eftir Formúlu 1 á margan hátt en bílarnir eru þó minni og kraftminni. Formúlu 2 kappakstrar fara oftast fram á brautum í Evrópu og Mið-Austurlöndunum en hafa þó keppt á öðrum alþjóðlegum brautum, svo sem Albert Park Circuit í Ástralíu.

Remove ads

Saga

Fyrstu árin (1948–1960)

Árið 1948 var fyrst formlega farið að keppa í Formúlu 2 sem hét fyrst Formúla B. Bílarnir voru ódýrari, minni og léttari heldur en þeir sem kepptu í Formúlu 1. Árið 1957 fóru keppendur í Formúlu 2 að keyra með 1,5 lítra vélar í bílum sínum. Vélarnar áttu að vera öflugari heldur en þær sem voru á undan komu. Árin voru ekki mörg með þær vélar og keppni í Formúlu 2 var hætt fyrst árið 1960. Formúla Yngri (Formúla Junior) tók yfir mótaröðina og sem tók líka yfir Formúlu 3.

Snýr aftur (1964–1984)

Formúla 2 sneri aftur til leiks árið 1964 sem og Formúlu 3. Frá árinu 1964 til 1966 var keppt með 1 lítra vélum í Formúlu 2 en árið 1967 kynnti FIA 1600cc vélarnar til leiks. Þær vélar voru mun öflugari og vinsælari. Þekktir vélarframleiðendur á þeim tíma í Formúlu 2 voru Ferrari, BMW og Cosworth. Árið 1972 fóru keppendur að keppa með 2.0 lítra vélum. Formúla 2 hætti síðan aftur árið 1984 þegar Formúla 3000 tók við.[1] Formúla 3000 var til ársins 2004. Þá tók GP2 mótaröðin við árið 2005.

FIA Formúlu Tvö meistaramótaröðin (2009–2012)

Formúla 2 sneri aftur eftir 25 ára fjarveru árið 2009 þrátt fyrir að GP2 mótaröðin væri enn starfandi. Meistaramótaröðin var framkvæmd af Jonathan Palmer fyrrverandi ökumanns í Formúlu 1 og undir hans fyrirtæki sem heitir MotorSport Vision. Bílarnir voru ekki eins öflugir og í GP2 mótaröðinni og meistaramótaröðin átti að vera fyrir þá sem áttu erfiðara með að ná í fjármagn fyrir kostnaðinum sem fylgdi stóru mótaröðunum sem voru undir FIA. Meistamótaröðin var ekki langlíf og hætti árið 2012.[2]

FIA Formúlu 2 meistaramótaröðin (2017–)

FIA Formúlu 2 meistaramótaröðin tók við af GP2 mótaröðinni árið 2017 og er í dag fremsta skref ökumanna sem vilja komast í Formúlu 1. Franco Colapinto, Oscar Piastri, Charles Leclerc, Lando Norris og George Russell sem keppa núna í Formúlu 1 kepptu áður í FIA Formúlu 2 meistaramótaröðinni áður en þeir fóru í Formúlu 1.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads