Fredrikstad
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fredrikstad er borg í Austfold-fylki í Noregi. Stendur hún við ósa stærstu ár Noregs, Glommu. Íbúar borgarinnar voru um 82.000 2019 og eru nágrannasveitarfélögin Råde, Sarpsborg og Hvaler.


Saga
Fredrikstad var stofnað árið 1567 og fékk nafn sitt árið 1569, þá í höfuðið á Friðriki II Danakonungi. Í raun var verið að endurreisa Sarpsborg, sem er 15 km ofar, eftir að Svíar höfðu brennt hana til grunna í stríði Dansk-norska ríkisins og Svíþjóðar.
Í Norðurlandaófriðnum mikla (1700 - 1721) var floti Dansk-norska ríkisins með heimahöfn í Fredrikstad.
Atvinnulíf
Fredrikstad hefur alltaf verið mikil verslunarborg, vegna þess hve vel hún liggur til, ekki langt frá landamærum Svíþjóðar. Þar í borg voru stórar sögunarmyllur sem tóku við trjábolum sem flutu niður ánna.
Íþróttir
- Fredrikstad FK, knattspyrna.
Þekkt fólk frá Fredrikstad FK
- Egil «Drillo» Olsen, knattspyrnuþjálfari
- Roald Amundsen, pólfari
- Jørn Andersen, knattspyrnumaður og -þjálfari
- Leah Isadora Behn, dóttir krónprinsessu Märtha Lois og Ari Behn
- Laura Cathrine Bjølstad, móðir Edvards Munch
- Hilde Hagerup, rithöfundur
- Klaus Hagerup, rithöfundur

Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads