Gjörningalist
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gjörningalist er grein myndlistar sem gengur út á að nota líkama og athafnir listamannsins til að skapa list fyrir áhorfendur. Gjörningalist varð til á 20. öld sem hluti af framúrstefnulist og konseptlist. Gjörningalist gengur út á tíma, rými, líkama og samband listamannsins við áhorfendur. Takmarkið er oft að kalla fram viðbrögð áhorfenda eða skapa umbreytingu.

Hugtakið gjörningalist varð til með gjörningum flúxuslistamanna á 7. áratugnum, en nær í raun aftur til kabarettlistamanna á 2. áratug 20. aldar. Þekktir frumkvöðlar á sviði gjörningalistar eru Carolee Schneemann, Marina Abramović, Ana Mendieta, Chris Burden, Hermann Nitsch, Joseph Beuys, Nam June Paik, Tehching Hsieh, Yves Klein og Vito Acconci.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads