Gjörningalist

From Wikipedia, the free encyclopedia

Gjörningalist
Remove ads

Gjörningalist er grein myndlistar sem gengur út á að nota líkama og athafnir listamannsins til að skapa list fyrir áhorfendur. Gjörningalist varð til á 20. öld sem hluti af framúrstefnulist og konseptlist. Gjörningalist gengur út á tíma, rými, líkama og samband listamannsins við áhorfendur. Takmarkið er oft að kalla fram viðbrögð áhorfenda eða skapa umbreytingu.

Thumb
Gjörningaklúbburinn fremur gjörninginn Aqua Maria árið 2018.

Hugtakið gjörningalist varð til með gjörningum flúxuslistamanna á 7. áratugnum, en nær í raun aftur til kabarettlistamanna á 2. áratug 20. aldar. Þekktir frumkvöðlar á sviði gjörningalistar eru Carolee Schneemann, Marina Abramović, Ana Mendieta, Chris Burden, Hermann Nitsch, Joseph Beuys, Nam June Paik, Tehching Hsieh, Yves Klein og Vito Acconci.

  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads