Glerá

From Wikipedia, the free encyclopedia

Glerá
Remove ads

Glerá er á á Norðurlandi. Hún á upptök sín í jöklum á Tröllaskaga og einnig úr ferskvatnslindum í Glerárdal. Glerá rennur gegnum Akureyri út í sjó í Eyjafirði. Eyrin Oddeyri er mynduð af framburði árinnar. Glerá var mikilvæg í iðnsögu Akureyrar og var hún stífluð til raforkuframleiðslu á 20. öld. Rafstöðin hefur verið rifin en uppistöðulónið stendur ennþá. Ný rafstöð hefur verið byggð til að minnast 100 ára rafvæðingar á Íslandi. Þessi 290 kW rafstöð var opnuð 27. ágúst 2005.

Thumb
Glerá rennur í gegnum Akureyri
Thumb
Brú yfir Glerá, mynd frá 1900.

Gleráin skipti Akureyri í Glerárþorpið sem var fyrir norðan Glerá. Það varð hluti af Akureyri snemma á 20. öld. Núna er sá hluti Akureyrar sem er norðan við Glerá kallaður Glerárhverfi eða Þorpið og þar búa yfir 7000 af 17000 íbúum Akureyrar.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads