Gosmóða

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Gosmóða (eða blámóða) er loftmengun sem fylgir eldgosum og lýsir sér sem blágrá móða í andrúmslofti. Gosmóða myndast þegar brennisteinstvíoxíð (SO2) og fleiri gös og agnir sem berast frá eldgosi hvarfast við súrefni og vatn í andrúmsloftinu með tilstuðlan sólarljóss. Við það umbreytist brennisteinstvíoxíðið í örsmáar súlfatagnir (SO4) sem berast áfram með vindum. Gosmóðan er því í raun ekki gas heldur fíngert svifryk og mælist sem slíkt í loftgæðamælum. Rykagnirnar endurkasta einnig ljósi og því verður móðan sýnileg, en SO2 gasið er litlaust og ósýnilegt áður en það hvarfast.[1]

Fyrirbærið þekkist víða um heim, t.d. á eldfjallaeyjunum Íslandi og Hawaii en það ræðst af veðri og vindum þegar eldgos á sér stað hversu mikið verður vart við gosmóðu. Því stærri sem eldgos eru, því meira gas berst út í andrúmsloftið og því meiri getur móðan orðið og borist lengra. Í Skaftáreldum, sem voru stærsta eldgos sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma, barst gosmóða víða um Evrópu og hafði áhrif á veður í álfunni. Á Íslandi fylgdu Móðuharðindin sem kennd voru við gosmóðuna. Enn útbreiddari var gosmóða sem dreifðist víða um norðurhvel jarðar eftir eldgos árið 536. Ekki er vitað hvaða eldfjall gaus þá en samtímaheimildir frá Kína, Miðausturlöndum og Evrópu lýsa þéttri og þurri þoku.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads