Grunnvatn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Grunnvatn
Remove ads

Grunnvatn (eða jarðvatn) er vatn sem fyllir allar glufur í jörðu fyrir neðan grunnvatnsflöt. Meðan vatn er á yfirborðinu er talað um yfirborðsvatn, sigvatn meðan það er á leiðinni niður að grunnvatnsfleti og grunnvatn þar fyrir neðan. Grunnvatnið síast gegnum jarðlögin og þannig hreinsast úr vatninu (mest)allur gerlagróður.

Thumb
Grunnvatn kemur til yfirborðs í lindum. Bullandi lind í upptökum Galtalækjar í Landsveit.

Grunnvatnið er sjaldnast kyrrstætt heldur sígur það hægum straumi undan halla. Grunnvatnsflæðinu má skipta upp í grunnvatnsstrauma. Þar sem grunnvatn flæðir til yfirborðs eru lindir og lindasvæði. Ísland er ríkt af grunnvatni enda fara þar saman mikil úrkoma og víðáttumikil lek jarðlög. Um 98% af neysluvatni landsmanna er hreint og ómeðhöndlað grunnvatn.

Hiti í jarðlögum fer víðasthvar vaxandi með dýpi. Grunnvatn sem kemst djúpt í jörð er því heitt. Jarðhitavatn er hluti af grunnvatninu.

Remove ads

Tengt efni

Tenglar

  • „Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?“. Vísindavefurinn.
  • Grunnvatnsrannsóknir á ÍSOR
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads