Hans Christian Ørsted

From Wikipedia, the free encyclopedia

Hans Christian Ørsted
Remove ads

Hans Christian Ørsted (f. 14. ágúst 1777 — d. 5. mars 1851) var danskur eðlisfræðingur, efnafræðingur og lyfjafræðingur. Hann er einn þekktasti vísindamaður Danmerkur fyrir uppgötvun sína á rafsegulfræði.

Thumb
Hans Christian Ørsted (1822)

Hann var drifkrafturinn á bakvið stofnun Danska tækniháskólans (DTU) og var fyrsti rektor hans. Í dag heitir rafmagnsverkfræðideild skólans eftir honum.

Uppgötvun rafsegulfræði

Hans Christian uppgötvaði áhrif rafmagns á segulsvið fyrir tilviljun þegar hann var að undirbúa sig fyrir fyrirlestur árið 1820. Hann tók eftir því að nál á áttavita sem hann hafði hjá sér hreyfðist þegar hann kveikti og slökkti á rafhlöðu sem hann var að vinna með.

Rannsóknir hans höfðu meðal annars mikil áhrif á franska vísindamanninn André-Marie Ampère.

Einingin fyrir styrk segulviðs í cgs-einingakerfinu er kennd við Ørsted.

Remove ads

Hlekkir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads