Hallur Gissurarson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hallur Gissurarson (d. 1230) var íslenskur lögsögumaður á 13. öld og síðar munkur og ábóti, bæði í Helgafellsklaustri og Þykkvabæjarklaustri. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Gissurar Hallssonar lögsögumanns og konu hans Álfheiðar Þorvaldsdóttur. Hann var bróðir Þorvaldar Gissurarsonar og Magnúsar biskups í Skálholti.
Hallur tók við lögsögumannsembætti af föður sínum árið 1203 og gegndi því til 1209. Þá sagði hann af sér og gekk í klaustur í Þykkvabæ en hann var prestvígður eins og margir íslenskir höfðingjar á hans tíð. Hann var kjörinn ábóti í klaustrinu eftir að Jón Loftsson sagði af sér 1221 og vígður sama ár en Magnús biskup bróðir hans fékk hann til að verða í staðinn ábóti í Helgafellsklaustri því ábótinn þar, Ketill Hermundarson, hafði látist. Jón Loftsson varð þá ábóti áfram í Þykkvabæ. Hann dó svo 1224 og Hallur fluttist þá yfir í Þykkvabæjarklaustur árið 1225 og var þar ábóti til dauðadags 1230. Hallur var sagður góður prestur og göfugur.
Kona hans var Herdís, systir Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri. Þau áttu eina dóttur en einnig átti Hallur soninn Magnús. Sámur sonur Magnúsar var gestur í brúðkaupinu á Flugumýri 1253 og var höggvinn þar í rúmi sínu.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads