Harry Potter og leyniklefinn (kvikmynd)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Harry Potter og leyniklefinn bresk ævintýrakvikmynd sem leikstýrt var af Chris Columbus og byggð á samnefndri bók eftir J. K. Rowling. Myndin er önnur í myndaflokknum um vinsæla galdrastrákinn Harry Potter. Steven Kloves skrifaði handritið að myndinni eins og þeirri fyrri en David Heyman framleiddi myndina.

Staðreyndir strax Leikstjóri, Handritshöfundur ...

Meirihluti leikaraliðs Viskusteinsins sneri aftur fyrir leyniklefann, m.a. barnastjörnurnar Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint. Þetta er þó í síðasta skipti sem leikarinn Richard Harris fer með hlutverk Dumbledore og þetta er einnig síðasta Harry Potter myndin sem Columbus leikstýrir. Nýir leikarar voru m.a. Kenneth Branagh sem Gilderoy Lockhart og Jason Isaacs sem Lucius Malfoy.

Myndin fékk mjög góða aðsókn og halaði inn 879 milljón dollurum um allan heim. Hún var einnig tilnefnd til BAFTA-kvikmyndaverðlauna árið 2003.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads