Helgi Hallvarðsson

skipherra hjá Landhelgisgæslunni From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads
Remove ads

Helgi Hallvarðsson (fæddur 12. júní 1931 í Reykjavík, látinn 15. mars 2008 í Reykjavík) var skipherra hjá Landhelgisgæslunni.

Helgi lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1954 og varðskipa­prófi frá varðskipa­deild skól­ans árið 1962. Þá lauk hann flug­um­ferðar­stjóra­prófi frá Flug­mála­stjórn árið 1956, auk ým­issa nám­skeiða, m.a. hjá banda­rísku strand­gæsl­unni, danska sjó­hern­um og öðrum, tengd­um starf­semi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.[1]

Helgi starfaði lengst af hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Hann var stýri­maður á öll­um varðskip­um og flug­vél­um henn­ar árin 1954 til 1963 og skip­herra á öll­um varðskip­um, flug­vél­um og í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar frá 1964 til 1990. Helgi var oft í fremstu víg­línu þegar land­helg­in var færð út í 12, 50 og síðar 200 míl­ur og Íslend­ing­ar háðu sín þorska­stríð.[2] Hann var vel þekktur meðal Breta og annara þáttakenda í Þorskastíðunum og var gefin ýmis viðurnefni eins og „Mad Helgi“, „The Maddest Axeman“, og „Napoleon of the North“. [3] [4] [5]

Hann hlaut riddaratign orðu Heilags Olavs árið 1974 og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1976 fyrir þátt sinn í Þorskastríðunum.[6]

Remove ads

Heiðursmerki

Íslensk Heiðursmerki

Erlend Heiðursmerki

  •  Noregur:
    • Riddari, Orða Heilags Olavs

Heimildir

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads