Hildur Björnsdóttir

íslenskur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Hildur Björnsdóttir (f. 11. júní 1986[2]) er íslenskur lögfræðingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 en leiddi lista flokksins í kosningunum fjórum árum síðar.[3][4] Hildur hefur áður m.a. starfað hjá lögmannsstofunni Rétti og skrifað bakþanka fyrir Fréttablaðið.[5] Hún var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir stúdentahreyfinguna Vöku á námsárum sínum.[6]

Staðreyndir strax Borgarfulltrúi í Reykjavík, frá ...

Hildur var greind með krabbamein stuttu eftir að hún fæddi dóttur sína og þurfti fyrir vikið að fresta námi í Oxford-háskóla. Hildur sigraðist á sjúkdómnum árið 2017 eftir efnameðferð.[7]

Í desember 2021 kunngerði Hildur að hún hygðist sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum 2022 og vonaðist til að verða næsti borgarstjóri.[8] Hildur var kjörin oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í prófkjöri flokksins þann 20. mars 2022.[9]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads