Hof á Höfðaströnd
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hof á Höfðaströnd er bær og kirkjustaður í Skagafirði, skammt ofan við Hofsós. Þar var prestssetur áður.[1] Hofskirkja er timburkirkja, reist á árunum 1868-1870 og er hún friðuð.[2]
Hof var höfuðból og þar bjuggu oft höfðingjar fyrr á öldum, svo sem:
- Brandur Jónsson lögmaður (d. 1494)[3]
- Hrafn Brandsson yngri, sem bjó þar áður en hann náði Glaumbæ af Teiti Þorleifssyni[4]
- Magnús Björnsson lögréttumaður, sonarsonur Jóns Arasonar[5]
- Skúli Magnússon, síðar landfógeti, bjó líka á Hofi fyrstu árin sem hann var sýslumaður Skagfirðinga[6]
Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa, fæddist á Hofi 3. júní 1923 og ólst þar upp.[7] Lilja dóttir hans keypti Hof og réðst þar í allmiklar framkvæmdir, meðal annars reist íbúðarhús sem hönnuðirnir hjá Studio Granda fengu Sjónlistarverðlaunin 2007 fyrir.[8] Það var einnig tilnefnt til Arkitektaverðlauna Evrópusambandsins.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads