Indverski þjóðarráðsflokkurinn

Indverskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia

Indverski þjóðarráðsflokkurinn
Remove ads

Indverski þjóðarráðsflokkurinn (Indian National Congress; oft stytt í INC eða einfaldlega Congress) eða Kongressflokkurinn er indverskur stjórnmálaflokkur.[1] Flokkurinn var stofnaður árið 1885 og var fyrsta nútímaþjóðernishreyfingin sem varð til í breska heimsveldinu í Asíu og Afríku.[2] Seint á nítjándu öld og sérstaklega eftir árið 1920 varð þjóðarráðsflokkurinn undir forystu Mahatma Gandhi leiðandi í indversku sjálfstæðisbaráttunni. Á þeim tíma voru meðlimir hans rúmlega 15 milljónir og um 70 milljónir tóku þátt í störfum flokksins.[3]

Staðreyndir strax Indverski þjóðarráðsflokkurinn Indian National Congress ...

Þjóðarráðsflokkurinn leiddi Indland til sjálfstæðis frá Bretlandi[4][5] og hafði mikil áhrif á aðrar þjóðernishreyfingar sem börðust fyrir afnýlenduvæðingu í breska heimsveldinu.[2]

Þjóðarráðsflokkurinn er veraldlegur flokkur sem er almennt kenndur við frjálslynda félagshyggju og talinn til miðvinstriflokka í indverskum stjórnmálum.[6] Samfélagsstefna þjóðarráðsins er byggð á gildi sem Gandhi kallaði „Sarvodaya“ og felur í sér umbætur á lífsskilyrðum fátækra og jaðarsettra samfélagshópa.[7]

Eftir sjálfstæði Indlands árið 1947 gekk þjóðarráðsflokkurinn í ríkisstjórn landsins og í héraðsstjórnir margra stakra fylkja.[8] Þjóðarráðið varð voldugasti stjórnmálaflokkur Indlands: Í fimmtán kosningum sem haldnar hafa verið frá sjálfstæði landsins hefur flokkurinn sex sinnum unnið hreinan þingmeirihluta og hefur leitt stjórnarsamstörf fjórum sinnum að auki. Alls hefur flokkurinn setið í stjórn Indlands í 49 ár. Sjö forsætisráðherrar Indlands hafa verið úr þjóðarráðsflokknum: Sá fyrsti var Jawaharlal Nehru (1947–64) og sá nýlegasti var Manmohan Singh (2004–14). Flokknum gekk ekki vel í indversku þingkosningunum árið 2014 en hann er enn annar tveggja stærstu stjórnmálaflokkum landsins ásamt hægriflokknum Bharatiya Janata (BJP).[9] Í kosningunum árið 2014 hlaut þjóðarráðsflokkurinn sína verstu kosningu frá sjálfstæði Indlands og vann aðeins 44 af 543 þingsætum indverska þingsins Lok Sabha.

Frá 2004 til 2014 var stjórnarbandalag þjóðarráðsflokksins í ríkisstjórn Indlands með Manmohan Singh sem forsætisráðherra. Forseti flokksins á þessum tíma, Sonia Gandhi, hefur verið flokksleiðtogi lengur en nokkur annar.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads