Isaac Bashevis Singer

From Wikipedia, the free encyclopedia

Isaac Bashevis Singer
Remove ads

Isaac Bashevis Singer (jiddíska: יצחק באַשעװיס זינגער ) (f. 21. nóvember, 1902; d. 24. júlí, 1991) var pólskættaður bandarískur rithöfundur, nóbelsverðlaunahafi og einn af helstu rithöfundum jiddískra bókmennta. Hann skrifaði öll sín verk á jiddísku og gaf út í dagblöðum, en ritstýrði sjálfur ensku útgáfunum. Hann var undir áhrifum frá Knut Hamsun sem hann þýddi í æsku. Sögur hans endurspegla menningu austurevrópskra gyðinga, þjóðsögur og þjóðtrú, með íronísku sjónarhorni nútímamanns.

Thumb
Isaac Bashevis Singer (1988)
Remove ads

Verk Singers í íslenskri þýðingu

  • Töframaðurinn frá Lúblín, Setberg, Reykjavík 1979. Hjörtur Pálsson þýddi. (2. útg. 1984)
  • Í föðurgarði, Setberg, Reykjavík 1980. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Óvinir – Ástarsaga, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1980. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi.
  • Sautján sögur, Setberg, Reykjavík 1981. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Sjosja, Setberg, Reykjavík 1984. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Ást og útlegð, Setberg, Reykjavík 1986. Hjörtur Pálsson þýddi. (2. útg. 1987)
  • Þrællinn, Setberg, Reykjavík 1987. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Jöfur sléttunnar, Setberg, Reykjavík 1988. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Iðrandi syndari, Setberg, Reykjavík 1989. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Gallagripur, Setberg, Reykjavík 1991. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Setrið, Setberg, Reykjavík 1992. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Vegabréf til Palestínu, Setberg, Reykjavík 1993. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans (barnabók), Bjartur, Reykjavík 2003. Gyrðir Elíasson þýddi, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti.
  • Geitin Zlata og fleiri sögur, Uppheimar, Akranesi 2004. Kristín R. Thorlacius þýddi, Maurice Sendak myndskreytti.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads