Jeju-hérað
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jeju-hérað (hangúl: 제주도, RR: Jeju-do ko) formlega Sjálfstjórnarhéraðið Jeju (Jeju: 제주특벨ᄌᆞ치도; hangúl: 제주특별자치도) er hérað í Suður-Kóreu.[4] Það er eina héraðið í Suður-Kóreu sem er eyja og er það syðsta hérað landsins. Í héraðinu eru 55 óbyggðar eyjar, til dæmis Marado, Udo, Chuja-eyjaklasinn, og stærsta eyjan í landinu, Jeju-eyja. Héraðið er staðsett í Kóreusundi, með Kóreuskaga til norðvesturs, Japan til austurs og Kína til vesturs. Héraðið hefur tvær borgir: höfuðborgina Jeju-borg á norðurhluta eyjunnar, og Seogwipo á suðurhluta eyjunnar. Á eyjunni er eldfjallið Hallasan, hæsti punktur Suður-Kóreu. Jejumál og kóreska eru bæði opinber tungumál héraðsins og mikill meirihluti borgara eru tvítyngdir.
Menn settust fyrst að á Jeju-eyju fyrir 8.000 til 10.000 árum og Tamna-ríkið er elsta þekkta siðmenningarsamfélagið á eyjunni. Frá og með 5. öld e.Kr. varð ríkið skattland ýmissa kóreskra ríkja og Mongólaveldið réðist inn í það stuttlega, áður en það var innlimað í Goryeo árið 1105 og síðar Joseon árið 1392. Joseon stjórnaði eyjunni af grimmd og margar uppreisnir áttu sér stað. Jeju-eyja, ásamt afgangnum af meginlandi Kóreu, var innlimað í Japanska keisaradæmið árið 1910. Eftir uppgjöf Japana í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945 urðu eyjarnar hluti af Suður-Jeolla-héraði undir hernámsstjórn Bandaríkjanna í Kóreu, áður en þær urðu að sérstöku héraði 1. ágúst 1946. Þann 1. júlí 2006 voru eyjarnar gerðar sérstakt sjálfstjórnarhérað. Það er nú eitt af þremur sérstjórnarhéruðum; hin eru Gangwon-fylki og Jeonbuk-fylki.[5]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
