Jeremy Irons
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jeremy John Irons (f. 19. september 1948) er enskur leikari sem lærði leiklist í Bristol Old Vic Theatre School og hóf feril sinn í leikhúsi í London. Fyrsta stóra kvikmyndahlutverk sitt lék hann 1981 í Kona franska liðsforingjans (The French Lieutenant's Woman) á móti Meryl Streep. Hann vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt í Tvíburarnir (Dead Ringers - 1988) og fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Sýknaður (Reversal of Fortune - 1990). Hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og vann bæði Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Elísabet 1. þar sem hann lék á móti Helen Mirren.
Remove ads
Tenglar
Jeremy Irons á Internet Movie Database

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Jeremy Irons.

Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads