Karahaf

From Wikipedia, the free encyclopedia

Karahaf
Remove ads

Karahaf er hafsvæði í Norður-Íshafi norðan við Síberíu. Það heitir eftir ánni Kara sem rennur í það. Karasund og eyjan Novaja Semlja skilja það frá Barentshafi í vestri og eyjaklasinn Severnaja Semlja skilur það frá Laptevhafi í austri.

Thumb
Kort sem sýnir Karahaf
Thumb
Í svifnökkva, Khivous-10, við strönd Karahafs

Karahaf nær yfir 880 þúsund ferkílómetra svæði og meðaldýpt þess er 110 metrar. Það er mun kaldara en Barentshaf sem hlýnar vegna hafstrauma. Karahaf er því ísi lagt í meira en níu mánuði á ári. Mikið af ferskvatni rennur í hafið úr fljótunum Ob, Jenisei, Pjasína og Tajmira svo saltmagnið í hafinu er breytilegt.

Helstu hafnir við hafið eru Novi Port í Jamalo-Nenets og Dikson í Krasnojarsk Krai.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads