Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Katar í knattspyrnu og er stjórnað af knattspyrnusambandi lands síns.
Remove ads
Saga
Knattspyrnuíþróttin barst til Katar með breskum starfsmönnum í olíuiðnaði á fimmta áratugnum. Knattspyrnusamband var stofnað í landinu árið 1960 og gekk það þremur árum síðar til liðs við FIFA. Fyrsti landsleikurinn var gegn Barein árið 1970. Fyrsta HM-forkeppnin var fyrir mótið í Argentínu 1978, þar sem Katar rak lestina í sínum riðli.
Meistarar Persaflóa og Asíu
Katar átti blómaskeið í byrjun tíunda áratugarins og komst m.a. í 53ja sæti heimslistans á árinu 1993, sem lengi vel var þeirra besti árangur. Árið áður tókst Katar í fyrsta sinn að hrósa sigri á Persaflóamótinu, sem einmitt fór fram í landinu í það skiptið. Þessu velgengnistímabili lauk þó með sárum vonbrigðum í forkeppni HM 1998 þegar liðið tapaði í hreinum úrslitaleik gegn Sádiaröbum um sæti í úrslitakeppninni.
Árið 2010 var Katar mörgum að óvörum úthlutað hlutverki gestgjafa á HM 2022. Í kjölfarið hófst mikið uppbyggingartímabil þar sem fjármunum var dælt í landsliðið til að afla því reynslu og undibúa sem best fyrir mótið á heimavelli. Árið 2014 varð liðið Persaflóameistari í þriðja sinn (annar titillinn kom árið 2004) og árið 2019 varð Katar Asíumeistari í fyrsta sinn. Sama ár var Katar boðið að taka þátt í Copa América sem gestaþjóð. Árið 2021 voru Katarbúar svo gestalið í Norður-Ameríkukeppninni og geta því státað af því afreki að hafa keppt í þremur álfukeppnum.
Í aðdraganda mótsins í Katar var ákveðið að leikmenn landsliðsins myndu taka sér frí frá félagsliðum sínum en þess í stað vera saman í æfingabúðum svo mánuðum skipti í þeirri von að mynda öfluga liðsheild gegn umtalsvert sterkari og reyndari mótherjum.
HM á heimavelli
Þann 20. nóvember 2022 hóf lið Katar leik á HM sem gestgjafaþjóð. Mótherjarnir voru Ekvador. Gestirnir höfðu talsverða yfirburði í leiknum sem lauk með 2:0 sigri þeirra og var það í fyrsta sinn í sögu HM sem heimaliðið tapar sínum fyrsta leik. Í næsta leik tóku Katarar á móti Senegal og máttu sætta sig við 3:1 tap þrátt fyrir ágæta baráttu. Úrslitin þýddu að Katar féll úr keppni þótt enn væri ein umferð eftir af riðlakeppninni. Tap fyrir Hollendingum í lokaleik urðu til þess að Katarar settu tvö óheppilegt met með því að verða fyrstu gestgjafarnir til að tapa öllum sínum leikjum á HM og jafnframt sú gestgjafaþjóð sem lauk keppni með fæst mörk skoruð.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads