Keflavíkurflugvöllur

alþjóðaflugvöllur á Reykjanesskaga From Wikipedia, the free encyclopedia

Keflavíkurflugvöllur
Remove ads

Keflavíkurflugvöllur (IATA: KEF, ICAO: BIKF) er stærsti flugvöllur Íslands. Hann stendur á Miðnesheiði á Reykjanesskaga.

Staðreyndir strax Yfirlit, Gerð flugvallar ...
Thumb
Boeing 757-200-flugvél Icelandair við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.
Remove ads

Saga vallarins

Upphaflega var flugvöllurinn lagður af Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni og opnaður 23. mars 1943. Bandaríkjamenn nefndu hann Meeks Field í höfuðið á ungum flugmanni, George Meeks að nafni, sem fórst á Reykjavíkurfugvelli og var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Að styrjöldinni lokinni var flugvöllurinn og bækistöðin sem við hann stóð afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans í Keflavík. Flugvellirnir við Keflavík voru reyndar tveir, Meeks og Pattersonflugvöllur ofan Njarðvíkurfitja, sem þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. Pattersonflugvöllur hefur stundum verið nefndur Njarðvíkurflugvöllur í daglegu tali en hann var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafyrirtæki til ársins 1951 er Bandaríkjaher kom aftur til landsins samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem gerður var að tilstuðlan Norður-Atlantshafsbandalagsins NATO.

Bandaríkjaher (varnarliðið á Íslandi) reisti bækistöð sína við Keflavíkurflugvöll sem í daglegu tali er nefnd Keflavíkurstöðin. Þar var afgirtur bær sem hýsti allt að 5700 hermenn, starfsfólk og fjölskyldur þeirra allt til ársins 2006 þegar herstöðin var lögð niður. Í dag er herstöðin hverfi í Reykjanesbæ og gengur undir nafninu Ásbrú.

Fyrstu áratugina stóð flugstöðin fyrir flugvöllinn inni á varnarsvæði herstöðvarinnar en árið 1987 opnaði ný flugstöð, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, norðan við flugvöllinn og þjónar hún allri farþegaumferð um völlinn.

Á flugvellinum hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð Veðurstofunnar síðan 1952.

Remove ads

Tölfræði

FarþegarÁr800.000900.0001.000.0001.100.0001.200.0001.300.0001.400.0001.500.00019941995199619971998199920002001FarþegarÁrleg umferð

Tilvísanir

Tengt efni

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads