Hvarfbaugur nyrðri
norðlægasta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hvarfbaugur nyrðri, sem einnig er nefndur Krabbabaugur, er norðlægasta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir. Þetta gerist á sumarsólstöðum, þegar norðurhvel jarðar hallar að sólu að hámarki og sólargangurinn er lengstur. Það nær einnig 90 gráðum undir sjóndeildarhringinn á miðnætti sólar á vetrarsólstöðum, þegar sólargangurinn er stystur.



Þegar sólin er hæst á lofti á jafndægri á hausti og vori stendur sólin í hvirfilpunkti á miðbaug. Þá er hún á miðjum himni og skín beint ofan á hvirfilinn þannig að hvergi er skugga að sjá. Vegna halla jarðmöndulsins um 23,5° er sól í hvirfilpunkti á mismunandi um breiddargráðum eftir því hvenær ársins er.
Jafngildi hvarfbaugs nyrðri á suðurhveli er hvarfbaugur syðri (eða Steingeitarbaugur).
Hvarfbaugar geta einnig komið fyrir í samspili stjórnmála og landafræði sem landfræðileg afmörkun. Hvarfbaugur nyrðri er þannig notaður til takmörkunar á gagnkvæmri varnarskyldu Atlantshagsbandalagsins, í stofnsáttamála bandalagsins (grein 6.). Þar eru aðildarríki NATO ekki skuldbundin til að koma til varnar öðrum bandalagsríkjum á land- eða hafsvæði sunnan við Hvarfbaug nyrðri.[1]
Remove ads
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Tropic of Cancer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. júlí 2022.
- Sævar Helgi Bragason (2010). Árstíðir. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid-large/jordin/arstidir Geymt 27 júlí 2022 í Wayback Machine (sótt: 26. júlí 2022).
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads