Líffærafræði

From Wikipedia, the free encyclopedia

Líffærafræði
Remove ads

Líffærafræði er undirgrein líffræðinnar sem fæst við byggingu og hluta lífvera. Líffærafræði er undirgrein formfræði sem fæst við útlit og byggingu lífvera. Líffærafræði er gömul vísindagrein sem rekur uppruna sinn til forsögulegs tíma. Alþjóðleg heiti líffæra eru á latínu og grísku vegna þess hve grískir og latneskir höfundar eins og Hippókrates og Galenos eru mikilvægir í sögu greinarinnar, sérstaklega þegar hún tók að mótast sem sérstök fræðigrein á 16. öld.[1] Líffærafræði tengist öðrum vísindagreinum eins og þroskunarfræði, fósturfræði, samanburðarlíffærafræði og þróunarlíffræði, sem allar fjalla um ferli sem leiða til þróunar og þroska líffæra. Líffærafræði er líka nátengd lífeðlisfræði og rannsóknir og nám í þessum greinum fara oft saman. Líffærafræði mannsins er ein af undirstöðugreinum læknisfræði.[2]

Thumb
Hjarta og lungu úr gamalli útgáfu enskrar handbókar í líffærafræði, Gray's Anatomy.
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads