Lúta
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Lúta er heiti á mörgum plokkuðum strengjahljóðfærum með háls (ýmist með eða án banda) og kassa með kúptum hljómbotni. Á kassanum er yfirleitt hljóðop. Lútufjölskyldan er stór og fjölbreyttur flokkur hljóðfæra sem þróaðist hugsanlega út frá tónboganum með því að bæta við hljómhvata. Lútur með langan háls eru þekktar frá Egyptalandi hinu forna og Mesópótamíu frá fornöld. Lútur með stuttan háls þróuðust í Asíu og bárust þaðan til Evrópu með landvinningum múslima.[1] Lútan varð eitt af mikilvægustu hljóðfærum barokktímabilsins. Í Evrópu þróuðust líka afkomendur lútunnar, gítar og mandólín.

Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads