Lando Norris

From Wikipedia, the free encyclopedia

Lando Norris
Remove ads

Lando Norris (f. 13. nóvember, 1999) er breskur ökuþór sem keppir í Formúlu 1 fyrir McLaren. Norris endaði í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 2024 tímabilið með McLaren.

Staðreyndir strax Fæddur, Formúlu 1 ferill ...

Norris fæddist í Bristol en ólst upp í Glastonbury með enskum föður og belgískri móður. Hann byrjaði að keppa á go-kart 7 ára. Hann keppti með Carlin frá 2015 til 2018, hann vann Formúlu 3 mótaröðina árið 2017 og var í öðru sæti í Formúlu 2 árið 2018, á eftir George Russell.

Norris var í McLaren akademíunni frá 2017 og byrjaði í Formúlu 1 með McLaren árið 2019 og varð liðsfélagi Carlos Sainz Jr.[1] Fyrsta keppnin hans í Formúlu 1 var í Ástralíu 2019. Hann komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall og náði fyrsta hraðasta hringnum sínum í Austurríki 2020.[2] Hann náði fyrsta ráspól sínum í rússneska kappakstrinum 2021.[3] Fyrsti sigurinn kom í Miami árið 2024[4] og vann hann þrjár aðrar keppnir á tímabilinu og endaði í öðru sæti á eftir Max Verstappen í heimsmeistaramóti ökumanna.

Frá og með ungverska kappakstrinum 2025 hefur Norris unnið 9 keppnir, náð 13 ráspólum, 17 hröðustu hringjum og 38 verðlaunapöllum í Formúlu 1. Hann er samningsbundinn McLaren út 2027 tímabilið.[5]

Remove ads

Tilvísanir

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads