Langavatn (Mýrum)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Langavatn allstórt stöðuvatn í Langavatnsdal á Mýrum, um 214 m yfir sjávarmáli. Það er um 5 ferkílómetrar að stærð og allt að 36 m niður þar sem það er dýpst. Vatnið hefur orðið til fyrir hraun sem stíflað hefur afrennsli dalsins. Í Langavatn rennur Langadalsá að norðan og Beilá að suðaustanverðu. Silungsveiði er í Langavatni og við útfallið þar sem Langá fellur úr vatninu er stífla til vatnsmiðlunar vegna laxaræktar í ánni og vatnakerfi hennar.

Remove ads
Þjóðtrú
Til er einkennileg saga um hjón ein fjölkunnug sem köstuðu lík menskra manna í Langavatn í Langavatnsdal, sem síðar hafi orðið að nykrum. Atburður þessi á að hafa gerst snemma á 15. öld, og er sögn þessi alveg einstök í íslenskri þjóðtrú. [1]
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
