Loftmyndun

ljósmyndun landslags úr lofti From Wikipedia, the free encyclopedia

Loftmyndun
Remove ads

Loftmyndun er þegar teknar eru ljósmyndir úr lofti, það er að segja myndavélin sem tekur myndirnar er ekki staðsett á jörðu. Ljósmyndari getur tekið myndirnar eða þær eru teknar á sjálfvirkan hátt. Hægt er að halda á myndavélinni í hendi eða festa við eitthvert yfirborð. Loftmyndun gerist oft um borð í flugvélum, þyrlum, loftbelgjum, loftskipum, eldflaugum, flugdrekum eða fallhlífum. Loftmyndun er ekki það sama og gervihnattamyndun en báðar geta verið notaðar í sama tilgangi.

Thumb
Hraunfossar
Thumb
Kuressaare, Saaremaa.

Fyrsta loftmyndin var tekin árið 1858 af Frakkanum Gaspard-Félix Tournachon úr loftbelg sem var að fljúga yfir París. Nú á dögum hefur almenningur aðgang að loftmyndum með hugbúnaði eins og Google Earth.

Remove ads

Tengt efni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads