London Eye

From Wikipedia, the free encyclopedia

London Eye
Remove ads

London Eye eða Millennium Wheel er risastórt parísarhjól á suðurbakka Thamesár í London. Bygging þess var fjármögnuð af British Airways og var það reist í tilefni af aldamótafögnuði Breta. Þegar það var byggt var það stærsta parísarhjól heims. Hjólið er vinsæll ferðamannastaður í London: 3,5 milljónir manns heimsækja það á hverju ári.

Thumb
London Eye, apríl 2006.

Hjólið er 135 m hátt en arktitektarnir voru David Marks, Julia Barfield, Malcolm Cook, Mark Sparrowhawk, Steven Chilton, Frank Anatole og Nic Bailey. Þau hönnuðu líka klefana sem eru 32 samtals og með loftkælingu. Í hverjum klefa er pláss fyrir 25 manns. Snúningshraði hjólsins er 26 cm/s (0,9 km/klst) og það tekur þá 30 mínútur að snúast einu sinni.

Remove ads

Tengt efni

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads