Lykt
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Lykt er heiti á skynjun með þeffærum (lyktarskynfærum). Lyktin kemur til vegna rokgjarnra efnasambanda, sem breiðast út í andrúmsloftinu, oftast mjög útþynnt, og sem lyktarskyn dýrs nemur að mismiklu leyti. Þeffæri flestra dýra, þ.á m. mannsins, eru í nefi. Margar jurtir og ávextir gefa frá sér lykt og flestir hlutir í náttúrunni og hinum manngerða heimi hafa einhvers konar lykt. Dýr nota lyktardreifingu til samskipta öllu meira en maðurinn, en þó er sannað að undirliggjandi viðtakar séu í huga mannsins sem vinna úr lykt til samskipta, sbr. til dæmis samskipti kynjanna.
Remove ads
Lykt og íslenskt orðfæri
Orðið lykt er nokkuð hlutlaust orð, en allt fer það eftir því sambandi sem orðið er notað í (sbr.: góð lykt, hvaða lykt er þetta?). Það eru til mörg orð sem merkja lykt í íslensku, en í raun mætti raða þeim helstu þannig upp eftir styrk eða gæðum lyktarinnar:
- 1. ilmur, angan, des, eimur
- 2. þefur, fnykur
- 3. óþefur, ólykt, daunn
- 4. fýla, ódaunn, steggur
- 5. pest, stækja, stybba
Varast ber því að tala um góða lykt sem þef, eða vonda lykt sem angan.
Remove ads
Tengt efni
Tenglar
- „Hvað er lykt?“. Vísindavefurinn.
- „Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?“. Vísindavefurinn.
- „Hvernig er lykt?“. Vísindavefurinn.
- „Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?“. Vísindavefurinn.
- „Hvers vegna hverfur lyktarskynið?“. Vísindavefurinn.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads