Málþóf

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka. Á sumum löggjafarþingum er málþóf bannað, og lengi hefur verið deilt um hvort banna eigi málþóf á Bandaríkjaþingi.[heimild vantar]

Bandaríkin

Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings beittu málþófi í fyrsta sinn árið 1854 til þess að koma í veg fyrir að Kansas-Nebraska lögin yrðu samþykkt.

Ísland

Málþófi hefur oft verið beitt á Alþingi Íslendinga. Þar sem Ísland er þingræðisríki og meirihlutastjórnir tíðkast er málþóf eitt af fáum tækjum stjórnarandstöðunnar til þess að láta í ljós óánægju sína. Frá og með 1. janúar 2008 er málþóf einungis mögulegt við aðra umræðu lagafrumvarpa, þar sem ræðutími þingmanna er takmarkaður við tvær ræður í fyrstu og þriðju umræðu. Takmarkanir á ræðum eiga þó ekki við um flutningsmenn frumvarpa né ráðherra.[1] Málþóf má stöðva með meirihlutakosningu í kjölfar tillögu forseta Alþingis að umræðu skuli hætt samkvæmt 71. gr. þingskaparlaga.[2] Því var síðast beitt árið 2025 eftir tæpa 160 klukkustunda umræðu (þar af 130 klukkustundir í annari umræðu)[3], en þar á undan hafði ákvæðinu ekki verið beitt síðan árið 1959.[4]

Remove ads

Tengt efni

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads