Mæðiveiki
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mæðiveiki er smitandi sjúkdómur í sauðfé.
Mæðiveiki barst til Íslands með innflutningi Karakúlfjár árið 1933 og í framhaldi af því var landinu skipt niður fjárskiptahólf með varnargirðingum sem síðan hafa einnig nýst vel í baráttunni við aðra smitsjúkdóma í skepnum eins og riðuveiki. Votamæði og þurramæði var síðan útrýmt með stórfelldum niðurskurði á fé og fjárflutningum á milli svæða.
Mæðiveiki kom fyrst upp í Deildartungu í Borgarfirði árið 1934 og breiddist hratt út um vestanvert landið. Árið 1937 voru sett lög á Alþingi um varnir gefn útbreiðslu borgfirsku sauðfjárveikinnar og var í þeim gert ráð fyrir fimm varnarlínum. Mæðiveiki var fljótt útrýmt á Vestfjörðum og voru mörg þúsund líflömb flutt frá Vestfjörðum til fjárskiptasvæða víða um landið á árunum 1946-1954. [1]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads