Mærudoppa

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Mærudoppa (fræðiheiti: Epilichen scabrosus) er tegund fléttu af flikruætt. Mærudoppan lifir sníkjulífi á öðrum fléttum þar sem hún vex yfir þal þeirra og myndar þar reitaskipt þal og úr því spretta svo svartar askhirslur.[2] Mærudoppa hefur fundist í öllum landshlutum Íslands[2] og er algeng um allt land.[3]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Hýslar

Mærudoppa lifir sníkjulífi á öðrum fléttutegundum með því að vaxa yfir þal þeirra. Vitað er að hún sníkir á torfmæru og myndar á henni gulgræna bletti og svartar askhirslur.[2] Til eru heimildir fyrir því að mærudoppa geti vaxið á öðrum tegundum sömu ættkvíslar, Baeomyces placophyllus og Baeomyces carneus.[3]

Efnafræði

Ekki er vitað um rannsóknir á því hvort mærudoppa myndi nokkur þekkt fléttuefni.[4] Þalsvörun mærudoppu er K jákvæð gul, C neikvæð, KC neikvæð og P jákvæð laxagul.[4]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads