Mónónatríum glútamat

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mónónatríum glútamat
Remove ads

Mónónatríum glútamat[1] (einnig MSG, skammstöfun á mono sodium glutomat) er þekkt undir ýmsum nöfnum, til dæmis þriðja kryddið,[1] bragðaukandi efni, MSG og E621. Það var fyrst einangrað í Japan árið 1907.

Staðreyndir strax Auðkenni, Eiginleikar ...

Efnasambandið MSG verður til þegar eggjahvítuefni eru hituð upp í söltu umhverfi. Glútamiksýra, eitt af byggingarefnum eggjahvítuefna, myndar það þá við það að tengjast natríumfrumeindum. Efnið verður því til af sjálfu sér við framleiðslu á unnum kjötvörum, ýmsum mjólkurafurðum og fleiri matvælum sem eru rík af eggjahvítuefni. Bragðlaukar manna skynja bragðið af því, sem oft er kallað úmamí (eða kraftur), og tengja það við hátt innihald eggjahvítuefnis í fæðunni. Þar sem MSG styrkir og bætir bragð, eftir smekk flestra, er það notað sem bragðaukandi efni út í mat. Nú til dags er það framleitt í verksmiðjum, oft með því að hita maíssterkju, láta hana ganga saman við matarsalt og einangra svo MSG-ið. Það er mikið notað í allskonar tilbúnum réttum og er víða notað á veitingastöðum, sem og í snakki, kryddblöndum, ýmsum tegundum af jógúrti, léttostum, tilbúnum réttum og sósum, pylsum, skinkum svo eitthvað sé nefnt.

Remove ads

Meint skaðsemi

Tortryggnisraddir hafa verið uppi um það áratugum saman, að MSG sé heilsuspillandi. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á áhrifum MSG á heilsu, hefur ekki verið sýnt fram á að það hafi raunverulega heilsuspillandi áhrif. Þó hafa rannsóknir bent til að einhverjir geti haft ofnæmi eða óþol fyrir MSG í mat, og fengið óþægindi af neyslu þess af þeim sökum. Þótt ásakanir um skaðsemi efnisins hafi ekki verið sannaðar, eru margir smeykir við MSG og forðast það.

Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads