Massachusetts Institute of Technology
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Tækniháskólinn í Massachusetts eða Massachusetts Institute of Technology, þekktur sem MIT, er einkarekinn háskóli í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. MIT leggur mikla áherslu á raunvísinda- og verkfræðigreinar.
William Barton Rogers stofnaði skólann árið 1861. Skólinn byggði á fyrirmyndum frá Þýskalandi og Frakklandi. Eftir seinni heimsstyrjöldina hóf MIT einnig kennslu í félagsvísindum, þ.á m. hagfræði, málvísindum og stjórnmálafræði.
Kennarar við skólann eru tæplega 1 þúsund talsins en á 5. þúsund nemendur eru í grunnámi við skólann og á 7. þúsund nemar stunda þar framhaldsnám. Einkunnarorð skólans eru mens et manus sem þýðir „hugur og hönd“.
Remove ads
Tenglar

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Massachusetts Institute of Technology.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads