Memorial

Rússnesk mannréttindasamtök From Wikipedia, the free encyclopedia

Memorial
Remove ads

Memorial (rússneska: Мемориал) eru alþjóðleg mannréttindasamtök sem voru starfræk í Rússlandi. Samtökin voru stofnuð í Sovétríkjunum á níunda áratugnum til þess að halda utan um og kortleggja pólitíska kúgun, meðal annars með því að safna saman listum yfir fólk sem hafði verið sent í gúlagið eða tekið af lífi í hreinsununum miklu. Eftir upplausn Sovétríkjanna hafa samtökin verið leiðandi í mannréttindabaráttu í rússneska sambandsríkinu.[1]

Staðreyndir strax Memorial Мемориал, Stofnun ...

Samtökin hafa á síðari árum ítrekað orðið fyrir árásum og skemmdarverkum. Árið 2009 var meðlimi samtakanna, Natalíu Estemírovu, rænt frá heimili sínu í Grosní og hún fannst síðar myrt í Ingúsetíu.[2] Árið 2018 var forstöðumaður Memorial, Ojúb Títíjev, handtekinn fyrir vörslu fíkniefna en stuðningsmenn hans héldu því fram að efnunum hefði verið komið fyrir á honum og hann hafður fyrir rangri sök. Seinna á sama ári var kveikt í skrifstofu samtakanna í Ingúsetíu.[3]

Þann 28. desember 2021 dæmdi Hæstiréttur Rússlands Memorial til að hætta starfsemi sinni fyrir að brjóta gegn lögum um starfsemi útsendara erlendra aðila í Rússlandi.[4] Daginn eftir var systursamtökum Memorial, Memorial-mannréttindamiðstöðinni, einnig gert að leggja niður starfsemi. Samtökin höfðu verið lagalega skilgreind af stjórnvöldum sem útsendarar erlendra aðila frá árinu 2014, sem erfiðaði starfsemi þeirra verulega. Krafan um lokun Memorial-mannréttindamiðstöðvarinnar byggðist einnig á stuðningi þeirra við réttindi Votta Jehóva í Rússlandi, sem skilgreindir eru sem öfgahópur þar í landi.[5] Þegar Memorial var gert að hætta starfsemi voru samtökin elstu mannréttindasamtök í landinu.

Memorial-samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022 ásamt hvítrússneska mannréttindafrömuðinum Ales Bjaljatskí og úkraínsku mannréttindasamtökunum Miðstöð borgaralegs frelsis fyrir að sýna fram á mik­il­vægi þess að halda gagn­rýni á vald­hafa á lofti og vernda grund­vall­ar­rétt­indi borg­ara og fyrir viðleitni sína til að skrá­setja stríðsglæpi, valdníðslu og mann­rétt­inda­brot.[6]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads