Michael Nouri

bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Michael Nouri
Remove ads

Michael Nouri (fæddur 9. desember 1945) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Flashdance, NCIS, Damages og All My Children.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Nouri fæddist í Washington borg, District of Columbiu og er af írskum og írönskum uppruna. Nouri hefur verið giftur tvisvar sinnum og á tvær dætur. Nouri er sendiherra fyrir National Multiple Sclerosis Society en fyrrverandi eiginkona hans er með MS.

Ferill

Leikhús

Á árunum 1968-1970 lék Nouri í Forty Carats á móti Julie Harris sem King Marchan við Morosco leikhúsið. Síðan árið 1995-1997 þá lék Nouri í Victor/Victoria á móti Julie Andrews sem Pat við Marquis leikhúsið. Önnur leikrit sem Nouri hefur leikið í eru: Can Can, South Pacific og Funny Girl.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Nouri var árið 1974 í Somerset. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Bay City Blues, Downtown, Law & Order: Special Victims Unit, The West Wing, CSI: NY og Without a Trace. Árin 2004-2005 lék Nouri í The Young and the Restless sem Elliot Hampton. Á sama tíma þá lék hann í unglingadramanu The O.C. sem Dr. Neil Roberts. Nouri hefur verið með stór gestahlutverk í : NCIS sem Eli Davi Yfirmaður Mossad og faðir Zivu David; og Damages sem Phil Grey. Síðan 2010 þá hefur Nouri leikið Caleb Cortlandt í sápuóperunni All My Children.

Kvikmyndir

Fyrsta hlutverk Nouri var árið 1969 í kvikmyndinni Goodbye, Columbus sem Don Farber. Síðan árið 1983 þá var honum boðið hlutverk í Flashdance sem Nick Hurley þar sem hann lék á móti Jennifer Beals]] og síðan þá hefur Nouri komið fram í kvikmyndum á borð við Fatal Sky, Fortunes of War, Picture This, The Terminal, The Proposal og Sinatra Club.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...


Remove ads

Leikhús

  • 2003: Can Can við City Centre New York
  • 2002: Camille Claudel sem Rodin við Goodspeed Theatre
  • 2001: South Pacific sem Emile Debeque við National Tour
  • 2001: Funny Girl við Sundance Theatre Institute
  • 2001: Call Me Madame við Freud Playhouse
  • 1996: Victor Victoria sem King Marchan við Marquis Theatre
  • 1970: Forty Carats sem Pat við Morisco Theatre

Verðlaun og Tilnefningar

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

  • 1988: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Hidden

Daytime Emmy verðlaunin

  • 1976: Tilnefndur sem besti leikari í Daytime dramaseríu fyrir Search for Tomorrow

Sitges-Catalonian Alþjóðlega kvikmyndahátíðin

  • 1987: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Hidden

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads