Mysuostur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mysuostur
Remove ads

Mysuostur er ostur framleiddur úr mysu. Mysuostar eru gerðir úr ostamysu með því að sjóða hana þar til mestur hluti vatnsins hefur gufað upp.

Thumb
Norskur mysuostur (Guðbrandsdalsostur), ostaskeri og hrökkbrauð.

Aldalöng hefð er fyrir framleiðslu á brúnum mysuosti í Noregi og er Guðbrandsdalsosturinn eitt þekktasta vörumerki norskra kúabænda. Guðbrandsdalsosturinn var þróaður af 17 ára stúlku Anne Hov að nafni sem bjó á bænum Solbråsetra. Hún vildi gera betri ost en mysing sem þá var algengastur og blandaði rjóma út í mysu við upphitun og bætti síðar geitamjólk við uppskrift sína.

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads