Nani
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Luís Carlos Almeida da Cunha (fæddur 17. nóvember 1986), oftast kallaður Nani, er portúgalskur knattspyrnumaður sem leikur með Lazio á láni frá Valencia FC. Einnig leikur hann með portúgalska landsliðinu. Hann hefur einnig spilað með Manchester United, Sporting CP og Fenerbahce.
Remove ads
Ævi
Nani fæddist í Praia á Grænhöfðaeyjum. Hann fluttist svo til Amadora á meginlandi Portúgals og varð vinur Manuel Fernandes sem var leikmaður Valencia CF á Spáni.
Sporting CP
Nani Spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sporting CP á tímabilinu 2005-2006. Hann spilaði svo 29 leiki á tímabilinu og skoraði fjögur mörk. Tímabilið 2006-2007 spilaði hann svo aftur 29 leiki en skoraði 5 mörk að þessu sinni.
Manchester United
Manchester United tilkynntu kaup sín á Nani í maí 2007 og var kaupverðið talið vera um 14-17 milljónir punda. Hann fékk þann stimpil að vera hinn nýi Ronaldo, þar sem hann kom frá sama félagi og er með mjög svipaðan leikstíl.

Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads