Maríukirkjan í París
Skáldsaga eftir Victor Hugo frá 1831 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Maríukirkjan í París (franska: Notre-Dame de Paris), einnig þekkt sem Hringjarinn í Notre-Dame, er gotnesk skáldsaga eftir franska rithöfundinn Victor Hugo sem kom út árið 1831. Titill bókarinnar vísar til Notre Dame-dómkirkjunnar í París, sem er mikilvægur hluti af sögusviði bókarinnar.
Sagan gerist í París á 15. öld og fjallar um Quasimodo, hringjarann í Notre-Dame; Esmeröldu, götudansara af Rómaþjóðerni; og Claude Frollo erkidjákna, forráðamann Quasimodos. Umfjöllunarefni bókarinnar, meðal annars ytri tími verksins á endurreisnartímabilinu og áhersla á forboðnar ástir og fólk úr jaðarsettum þjóðfélagshópum, eru í anda rómantíkurinnar.
Skáldsagan er talin sígilt verk franskra bókmennta[1] og margar kvikmyndir, leikrit og sjónvarpsþættir hafa verið gerðar eftir henni. Þar á meðal má nefna þögla mynd frá 1923 með Lon Chaney í aðalhlutverki, mynd frá 1939 með Charles Laughton, mynd frá 1956 með Anthony Quinn og Disney-teiknimynd frá 1996 með Tom Hulce.
Bókin var skrifuð á miklum umrótatíma í franskri menningu og í henni er áhersla lögð á varðveislu sögulegra minja. Með bókinni átti Victor Hugo þátt í því að festa Notre Dame-dómkirkjuna í París í sessi sem eitt af þjóðartáknum Frakklands og auka áhuga almennings á vernd gotneskrar byggingarlistar sem hluta af menningarlegri arfleifð Parísarborgar.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads