Orómóar
Þjóðarbrot í Eþíópíu From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Orómóar (orómó: Oromoo; ge'ez: ኦሮሞ) eru þjóðflokkur frá horni Afríku sem býr í Eþíópíu, aðallega á sambandssvæðinu Orómíu, en einnig í Sómalíu og í norðurhluta Keníu.[1][2] Þeir eru fjölmennasti þjóðflokkurinn í Eþíópíu og á horni Afríku. Samkvæmt manntali frá árinu 2007[3][4] eru þeir um 34,5 % af íbúum Eþíópíu en þeir kunna einnig að nema um 40 % landsmanna.[2][5] Orómóar í Eþíópíu eru rúmlega 35 milljónir talsins af íbúafjölda sem nemur um 102 milljónum.[6]

Orómóar tala orómó að móðurmáli, sem er kúsískt tungumál af ætt afróasískra mála. Orðið Orómó birtist fyrst í rituðum heimildum árið 1893 en var orðið algengt á seinni hluta 20. aldar.[7][8]
Frá 8. öld til 19. aldar, á svokallaðri „öld prinsanna“ (Zemene Mesafent), voru Orómóar ríkjandi þjóð í norðurhluta Eþíópíu. Sumir þeirra háðu stríð gegn kristnum nágrönnum sínum í norðri og múslimum í suður- og austurhluta horns Afríku.[9][10][11] Þótt meirihluti Orómóa hafi tekið upp kristni eða íslamstrú í gegnum aldirnar aðhyllast sumir þeirra enn hefðbundnu eingyðistrúna Waaqeffanna.
Remove ads
Nafnsifjar
Í ýmsum heimildum má finna önnur afbrigði af þjóðarheitinu Orómó: Ilma Orma, Oremon, Orma,[12] Oromata, Oromo[13] auk þess sem til eru eldri heiti sem nú þykja niðrandi (Khotis, Gala, Galla, Gallas, Gallinyas o.fl.).
Mál- og mannfræðirannsóknir benda til þess að Orómóar hafi sennilega komið frá svæðunum í kring um stöðuvötnin Chamo og Chew Bahir.[7][14] Þetta voru Kússítar sem höfðu búið í austur- og norðausturhluta Afríku frá byrjun fyrsta árþúsundsins eða lengur. Í stríði Adal og Eþíópíu á 16. öld lögðu Orómóar undir sig landsvæði beggja stríðsaðila.[15]
Remove ads
Fjöldi
Samkvæmt manntali árið 1994[16] voru Orómóar þá 32,1 % af landsmönnum Eþíópíu, eða um 26 milljónir manns. Þeir voru þá fjölmennasti þjóðflokkur landsins á undan Amhörum (30,1 %).
Í manntali árið 2007 voru Orómóar 34,5 % landsmanna og Amharar 26,9 %.[16] Af 73.750.932 manns í manntalinu sögðust 25.363.756 vera Orómóar.[17]
Tungumál
Orómóar tala samnefnt tungumál (einnig kallað oromiffa), kúsískt tungumál sem á sér ýmsar mállýskur eftir landshlutum. Fólk með orómó að móðurmáli býr jafnframt í nokkrum öðrum löndum á horni Afríku, meðal annars Djíbútí, Sómalíu og Keníu.
Trúarbrögð
Um helmingur Orómóa aðhyllist íslamstrú, um fjórðungur er í eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni og hinir aðhyllast ýmist mótmælendatrú eða hefðbundna eingyðistrú.[16]
Söguágrip

Orómóar eru hugsanlega komnir frá norðurhluta Borena-svæðisins í Orómíu.[18] eða frá héraðinu Bale.[19] Bæði héruðin eru í suðurhluta Eþíópíu. Á 16. öld fluttust margir Orómóar búferlum til norðurhluta landsins vegna innrása Ahmeds Gragn í landið. Í flutningunum blönduðust Orómóar öðrum menningarhópum, sem tóku upp siði Orómóanna.[20]
Frá árinu 2004 hefur stundum komið til ofbeldis milli Orómóa og Sómala við endimörk menningarsvæðanna.[21] Í september árið 2017 leiddu bardagar milli þjóðflokkanna, sem tengdust baráttu um nytsamlegt ræktarland, til dauða og flótta fjölda fólks burt af svæðinu.[22]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads