Pönnukaka
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pönnukaka er örþunn kaka úr hveiti, eggjum og mjólk. Úr þessum afurðum er búin til soppa. Pönnukökur eru oftast bakaðar á pönnu, annaðhvort á skaftpönnu eða frístandandi rafmagnspönnu. Íslensku pönnukökur eru oftast borðaðar með strásykri eða sultu og þeyttum rjóma. Pönnukökur eru til í flestum nágrannalöndum okkar en þar eru þær oftast þykkari en þær íslensku og minna jafnvel á lummur.


Remove ads
Uppskrift
Til eru margar uppskriftir að pönnukökum. Eftirfarandi uppskrift er fengin úr bók Helgu Sigurðardóttur.
- 250 gr. hveiti
- 40 gr. smjörlíki
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk. sódaduft
- 1/2 tsk. salt
- 6-7 dl mjólk
- 2 egg
- vanilludropar eftir smekk
Þessu er öllu hrært vel saman í þunna hræru. Gott er að nota þeytara til þess. Bakað á pönnukökupönnu við góðan hita. Pönnukökurnar má vefja upp með sykri eða sýrópi. Einnig er afar vinsælt að bera þær fram með þeyttum rjóma og berjasultu.

Remove ads
Tenglar
Heimildir
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Pönnukaka.
Wikibækur eru með efni sem tengist Íslenskum pönnukökum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pönnukaka.
- Hallgerður Gísladóttir (1999). Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík.
- Helga Sigurðardóttir (1986). Matur og drykkur. Mál og menning, Reykjavík.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
