Pönnukaka

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pönnukaka
Remove ads

Pönnukaka er örþunn kaka úr hveiti, eggjum og mjólk. Úr þessum afurðum er búin til soppa. Pönnukökur eru oftast bakaðar á pönnu, annaðhvort á skaftpönnu eða frístandandi rafmagnspönnu. Íslensku pönnukökur eru oftast borðaðar með strásykri eða sultu og þeyttum rjóma. Pönnukökur eru til í flestum nágrannalöndum okkar en þar eru þær oftast þykkari en þær íslensku og minna jafnvel á lummur.

Thumb
Pönnukökubakarí á 16. öld
Thumb
Pönnukökur í bakstri.
Remove ads

Uppskrift

Til eru margar uppskriftir að pönnukökum. Eftirfarandi uppskrift er fengin úr bók Helgu Sigurðardóttur.

  • 250 gr. hveiti
  • 40 gr. smjörlíki
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk. sódaduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 6-7 dl mjólk
  • 2 egg
  • vanilludropar eftir smekk

Þessu er öllu hrært vel saman í þunna hræru. Gott er að nota þeytara til þess. Bakað á pönnukökupönnu við góðan hita. Pönnukökurnar má vefja upp með sykri eða sýrópi. Einnig er afar vinsælt að bera þær fram með þeyttum rjóma og berjasultu.

Thumb
Pönnukökubakstur á þremur pönnum í einu.


Remove ads

Tenglar

Heimildir

  • Hallgerður Gísladóttir (1999). Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík.
  • Helga Sigurðardóttir (1986). Matur og drykkur. Mál og menning, Reykjavík.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads