Ætibambus

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ætibambus
Remove ads

Ætibambus, (á ensku oft nefndur madake, giant timber bamboo eða Japanese timber bamboo) er bambustegund af ættkvíslinni Phyllostachys.

Staðreyndir strax Phyllostachys bambusoides, Vísindaleg flokkun ...

Ætibambus er helsta tegundin sem notuð er í shakuhachi flautur, og nýttur í margs konar list og smíði í Japan og Kína.

Remove ads

Lýsing

Ætibambus getur náð 15–22 m hæð og ummáli að 10–15 cm. Stönglarnir eru dökkgrænir, fremur sverir og mjög beinir. Nýir stönglar spretta síðla vors og vaxa mjög hratt, jafnvel heilan metra á dag. Tegundin blómgast mjög sjaldan, tíminn milli blómgana getur orðið allt að 130 ár. Ætibambus er talinn þola að -18°C frosti án teljandi skemmda.[1]

Útbreiðsla

Þessi tegund er upprunnin í Kína, en er algeng í ræktun víða um heim, sérstaklega í Japan.

Í Kína vex hann í gisnu skóglendi frá Yangtze til Wuling-fjalla upp að 1.800 metra hæð yfir sjó, í héruðunum Fujian, Guangdong, Guangxi, Guizhou, Henan, Hubei, Hunan, Jiangsu, Jiangxi, Shaanxi, Shandong, Sichuan, Taiwan, Yunnan og Zhejiang.[2]

Gallerí

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads