Blágreni

Trjátegund í flokki barrtrjáa From Wikipedia, the free encyclopedia

Blágreni
Remove ads

Blágreni (fræðiheiti: Picea engelmannii) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 25-40 m hæð og 1,5 m stofnþvermáli. Blágreni er langlíft og nær allt að 900 ára aldri.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Útbreiðsla
Thumb
Fullorðin tré.

Tegundin rekur uppruna sinn til vesturstrandar Norður-Ameríku og vex í fjalllendi frá Kanada suður að landamærum Mexíkó. Blágreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Blágreni er náskylt bæði hvítgreni, sem vex norðar og austar í Klettafjöllunum, og sitkagreni, sem vex nær Kyrrahafsströndinni og blandar kyni með báðum tegundum.

Remove ads

Blágreni á Íslandi

Fyrstu blágrenin voru gróðursett á Íslandi í Mörkinni á Hallormsstað árið 1905. Hæstu trén eru komin yfir 20 metra [2][3] . Síðan 1955 hefur blágreni verið flutt inn reglulega og er mest af fræi fengið frá Colorado fylki BNA.

Nytjar

Blágreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess kemur að sérstökum notum við gerð strengjahljóðfæra. Það er stundum notað sem jólatré, þó sjaldnar en rauðgreni.

Tengt efni

Tenglar

Heimildir

  • Í lundi nýrra skóga; grein í Morgunblaðinu 1956
  • Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-9784-0-6.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads