Næfurfura
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Næfurfura (fræðiheiti Pinus bungeana[4], kínverska: 白皮松 japanska: シロマツ, kóreska 백송, framburður: baeksong) er fura ættuð frá norðaustur- og miðhluta Kína.[5][6] Þetta er hægvaxta tré sem getur náð 15 til 25 m hæð og þolir að frost fari niður fyrir -26 °C. Af sléttum, grágrænum berkinum flagna smátt og smátt kringlóttar flögur sem skilja eftir sig fölgular eða hvítar skellur, sem verða síðar ólívubrúnar, rauðbrúnar eða purpuralitar þegar börkurinn í þeim verður fyrir birtu.


Litningatalan er 2n = 24.[7]
Remove ads
Útbreiðsla og búsvæði
Pinus bungeana er ættuð úr fjöllum Kína, en er ræktuð víða til skrauts, ekki síst vegna skrautlegs barkarins.[1] Hún er orðin ílend í Sierra de la Ventana í Austur-Argentínu.[heimild vantar]

Nytjar
Næfurfura er ræktuð til skrauts. Í Austurlöndum er hún táknræn fyrir langlífi og þar er henni því oft plantað við hof og í opinberum görðum. Á heimaslóðum er viðurinn nýttur og fræin étin.[8][9] Hún er einnig nokkuð víða í grasagörðum og er oft margstofna. Börkurinn er sérstaklega litfagur eftir rigningar.

Tilvísanir
Viðbótarlesning
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads