Nálarfura

From Wikipedia, the free encyclopedia

Nálarfura
Remove ads

Nálarfura (fræðiheiti: Pinus monophylla) er furutegund sem er ættuð frá Bandaríkjunum og norðvestur Mexíkó. Útbreiðlsan er frá syðst í Idaho, vestur Utah, Arizona, suðvestur New Mexico, Nevada, austur og suður Kaliforníu og norður Baja California.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...

Hún vex í hóflegri hæð, frá 1200 til 2300m hæð yfir sjó, sjaldan niður að 950m hæð eða svo hátt sem í 2900m hæð. Hún er útbreidd og oft algeng á svæðinu, myndar umtalsverða opna skóga, oft í bland við eini.[2]

Thumb
Nálarfura er með tveggja ára feril á köngulþroska: þessi mynd sem er tekin í júlí, sýnir brúnan og opinn köngul sem náði fullum þroska og opnaðist árið áður, óþroskaðir könglar sem voru frjóvgaðir síðasta ár og verða fullþroska um haustið, og þessa árs, litlir, óþroskaðir könglar á greinaendum.
Thumb
Opinn köngull tómur af fræjum
Remove ads

Lýsing

Pinus monophylla er lítið til meðalstórt tré, verður 10 - 20 m hátt og stofninn 0,8m í þvermál. Börkurinn er með óreglulegum sprungum og hreistraður. Barrnálarnar eru yfirleitt stakar sem er óvenjulegt hjá furum (en ekki tvö eða eða fleiri, þó finnast einstaka sinnum nálarfurur með pör af nálum), gild, 4 til 6 sm löng, grágræn til kröftugt blágræn, með loftaugu allan hringinn á yfirborði nálarinnar (og á bæði innrri og ytri hlið á nálapörum). Köngullinn er egg til hnattlaga, stærstur í undirdeildinni Cembroides, um 4,5 - 8 sm langur og breiður lokaður, grænn í fyrstu, verður fölgulur eftir 18 til 20 mánuði, með fáar þykkar köngulskeljar, yfirleitt 8-20 skeljar með fræjum. Könglarnir eru tvö ár að þroskast svo að nýir grænir og eldri brúnir með fræi eða opnir eru á sama tíma á trénu (sjá myndina að ofan til vinstri).

Thumb
Nærmynd af stöku barri í hverju slíðri, með frjóköngla fyrir neðan

Köngullinn verður 6 til 9 sm breiður þegar hann opnast við þroska, en fræin haldast á á skeljunum eftir opnun. Fræin eru 11 til 16 sm löng, með þunnri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1-2 mm langan. Tómar hnetur með vanþroskuðum fræjum (sjálffrjóvguð) eru ljós á litinn, meðan þau góðu eru dökkbrún.[3] Fræjunum er dreift af fuglinum Gymnorhinus cyanocephalus, sem tínir fræin úr opnum könglunum, og velur aðeins þau dökku og skilur þau ljósu eftir (eins og í myndinni að ofan). Fuglarnir geyma mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám. Reyndar spíra fræin í náttúrinni sjaldnast nema að þau séu geymd af fuglum eða öðrum dýrum.

Thumb
Fullvaxin Pinus monophylla subsp. monophylla í snjó, Mono Co. California
Thumb
Tré á Spruce Mountain, Nevada, í júni

Undirtegundir og erfðir

Það eru þrjár undirtegundir:

  • Pinus monophylla subsp. monophylla. Mestallt útbreiðslusvæðið, nema svæðin nefnd hér fyrir neðan. Barrið gildara, skær blágrænt, með 2-7 kvoðuæðar og 8-16 loftaugarásir. Könglarnir eru 5,5 til 8 sm langir, oft lengri en þeir eru breiðir.
  • Pinus monophylla subsp. californiarum (D. K. Bailey) Zavarin. Syðst í Nevada, suðvestur í gegn um suðaustur Kaliforníu (norðvestur að San Jacinto Mountains) til 29°N í norður Baja California. Barrið mjórra, grágrænt, með 8-16 kvoðuæðar og 13-18 loftaugarásir. Könglarnir eru 4,5 til 6 sm langir, breiðari en þeir eru langir.
  • Pinus monophylla subsp. fallax (E. L. Little) D.K. Bailey. Hlíðar við neðri hluta Coloradó-fljóts og þveráa frá St. George, Utah til Hualapai Mountains, og meðfram meðri hluta Mogollon Rim til Silver City, New Mexico. Barrið mjórra, grágrænt, með 2-3 kvoðuæðar og 8-16 loftaugarásir. Könglarnir eru 4,5 til 6 sm langir, breiðari en þeir eru langir.

Hún er skyldust Pinus edulis, sem hún líka blandast við (bæði undirtegundin monophylla og fallax) öðru hverju þar sem útbreiðslusvæði þeirra skarast í vestur Arizona og Utah. Einnig (subsp. californiarum) blandast hún mikið við P. quadrifolia. Aðgreining þessara tegunda er byggist aðallega "nálabúnti" með stakri nál er í nokkrum vafa eftir að fregnir hafi borist af að tré af Pinus monophylla/Pinus edulis og Pinus monophylla subsp. fallax/Pinus edulis svæðunum séu með færri eða fleiri nálar í búnti eftir þurr eða blaut ár.[4]

Stöku nálarfurur með tvær nálar í búnti í norður Baja California eru blendingar við P. quadrifolia.

Remove ads

Nytjar

Ætum fræjunum er safnað um allt útbreiðslusvæðið; á mörgum svæðum er uppskerurétturinn í höndum innfæddra ættbálka, en tegundin er gríðarlega menningarlega og efnahagslega mikilvæg fyrir þá.[5]

Nálarfura er einnig ræktuð sem til skrauts á þurrum svæðum. Hún er lítið eitt notuð sem jólatré. Hún er sjaldan séð í ræktun vegna hve erfitt er að láta hana spíra.

Thumb
Pinus monophylla frjókönglar á Spruce Mountain, Nevada
Remove ads

Tilvísanir

Viðbótarlesning

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads