Plútó (dvergreikistjarna)

dvergreikistjarna í sólkerfinu From Wikipedia, the free encyclopedia

Plútó (dvergreikistjarna)
Remove ads

Plútó (tákn: ⯓[1] og ♇[2]) er dvergreikistjarna í Kuiperbeltinu, 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530. [3] Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997)[4] uppgötvaði Plútó árið 1930 en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).

Staðreyndir strax Heiti, Nefnd eftir ...

Sporbaugur Plútós um sólu liggur ekki í sömu sléttu og sporbaugar reikistjarnanna heldur hallar honum um 17 gráður miðað við sléttu þeirra. [5] Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar. [6]

Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofnaði lítils háttar þegar hann bar í stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp.

Plútó var lengi talin níunda reikistjarna sólkerfisins, eða frá 1930 til 24. ágúst 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur dvergreikistjörnu. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrirbæra í Kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna. Eitt ár á Plútó samsvarar um það bil 248 árum á jörðinni.

Remove ads

Fylgihnettir

Plútó hefur fimm fylgihnetti, þau nefnast Karon, Nix, Hýdra, Kerberos og Styx.[7]

Karon

Yfirborð Karons er annars eðlis en yfirborð Plútós. Það hefur annan lit og er þakið frosnu vatni en ekki metani. Stjörnufræðingar hafa lengi reynt að finna hvernig Karon varð til. Ein kenning er að Karon hafi orðið til við árekstur, líkt og tungl Jarðar. Þvermál Karons við miðbaug er um 1,15 km sem 50% af þvermáli Plútós. Munurinn á milli stærðar og massa Karons og Plútó er mjög lítill miðað við aðra hnetti með tungl. Karon er 900 km í þvermál og snúningstími hans um Plútó er sex sólarhringar. [7]

Nix og Hýdra

Tilkynnt var um fund á tveimur tunglum með sporbraut í kringum Plútó þann 31. október 2005. Nix og Hýdra fundust á myndum sem teknar í maí 2005. Tunglin voru þá kölluð S/2005 P1 og S/2005 P2 þangað til þau voru nefnd Nix og Hýdra árið 2006. Bæði tunglin eru um 40 km á breidd.[7]

Kerberos

Stjörnufræðingar tilkynntu 20. júlí 2011 að fundist hefði nýtt fylgitungl á sporbraut um Plútó. Það fannst á myndum frá 3. júlí og 18. júlí sem voru teknar með Hubble-geimsjónaukanum af NASA og ESA. Tunglið er við miðbaug aðeins 12 km að þvermáli. Árið 2013 fékk tunglið nafnið Kerberos.[7]

Styx

Tilkynnt var um fund fimmta fylgitungls Plútó 11. júlí 2012. NASA og ESA fundu tunglið á myndum Hubble-geimsjónaukans. Lögun tunglsins er mjög óregluleg, 5 × 7 km á breidd. Tunglið fékk nafnið Styx í júlí 2013.[7]

Remove ads

Heimildir

  • „Plútó (dvergreikistjarna)“. Sótt 6. júní 2009.
  • Mitton, Jacqueline og Mitton, Simon. 2000. Stjörnufræði fyrir byrjendur. Mál og Menning, Reykjavík.
  • „BBC News:The girl who named a planet“. Sótt 13. janúar 2006.
  • „Hubble Confirms Two New Moons of Pluto“. Sótt 22. febrúar 2006.

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads