Flögudýr
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Flögudýr (Placozoa[3]) er fylking sjávardýra sem lifa sjálfstætt (ekki sníkjulífi).[4] Þau eru samsett úr einfaldri þyrpingu fruma, án sérstakra líffæra eða líkamshluta. Þau nota bifhárahreyfingu til að færa sig til í vatni, nærast með agnaáti þar sem þau umlykja fæðuna, og fjölga sér með klofnun eða knappskotum. Þeim hefur verið lýst sem einföldustu dýrum jarðar.[5] Sameindagreiningar styðja þá kenningu að flögudýr séu einföldustu dýr jarðar,[6][7] og frumstæðasta fylking vefdýra.[8]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads