Darraðarösp
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Darraðarösp (fræðiheiti: Populus angustifolia) er lauftré í víðiætt. Þessi tegund vex í Lægðinni miklu í Bandaríkjunum, þar sem hún finnst oft meðfram ám og lækjum á milli 1200 til 1800 metra hæð yfir sjávarmáli.[1]
Trén eru nett að lögun, með gulgræn lensulaga blöð með bylgjuðum jaðri. Brumin eru klístruð og gúmmíleg og voru notuð sem nokkurskonar tyggjó af innfæddum, þar á meðal Apasjar og Navajó. Tegundin er hýsill fyrir Pemphigus betae sem leggst á sykurrófur og veldur allnokkrum skaða þar.
Remove ads
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads